Starfsemi

Bjarg endurhęfingarstöšin er rekin af Sjįlfsbjörg félagi fatlašra į Akureyri. Félagiš hefur rekiš sjśkražjįlfun ķ 35 įr. Hjį félaginu starfa nś 14

Starfsemi

Bjarg endurhæfingarstöðin er rekin af Sjálfsbjörg félagi fatlaðra á Akureyri. Félagið hefur rekið sjúkraþjálfun í 35 ár. Hjá félaginu starfa nú 14 sjúkraþjálfarar og 2 iðjuþjálfar. Stöðin er opin alla virka daga frá kl. 8:00 til 15:30, afgreiðslan er opin frá klukkan 07:30-16:00.

Ef þú telur þig þurfa meðferð hjá sjúkra- og/eða iðjuþjálfa þarftu að fá tilvísun frá lækni. Fjöldi meðferða fer eftir gangi mála og er ákvörðun viðkomandi starfsmanns og sjúklings. Að lokinni meðferð sendir sjúkra- og/eða iðjuþjálfi tilvísandi lækni skýrslu þar sem greint er hvaða meðferð var beitt og hvaða árangur náðist.

Svęši

moya - Śtgįfa 1.14 2010 - Stefna ehf