Fręšsla - Gigt

Góš rįš     Daglegt lķf meš Gigt              Gigt hefur įhrif į daglegt lķf fólks. Erfišara veršur aš sinna vinnu og heimilisstörfum og lķtil

Fręšsla - Gigt

Góð ráð

 

 

Daglegt líf með Gigt           


 

Gigt hefur áhrif á daglegt líf fólks. Erfiðara verður að sinna vinnu og heimilisstörfum og lítil orka verður oft eftir fyrir tómstundir.  

 


Hvað geta iðjuþjálfar gert?

 • Útvegað spelkur til að hvíla eða styðja við liði.
 • Útvega hjálpartæki sem stuðla að aukinni færni skjólstæðings í daglegu lífi.
 • Meta heimili/vinnustað skjólstæðings og koma með tillögur að breytingum sem miða að því að gera líf með gigt auðveldara.
 • Ráðleggja varðandi æfingar sem geta dregið úr verkjum og hvaða athafnir ætti að forðast.
 • Ákvarða sálfélagsleg áhrif gigtarinnar, eins og þunglyndi, kvíða, streitu sem fylgja oft í kjölfar verkja, aflögunar liða, vöntunar á svefni eða geta ekki lokið þýðingarmiklum athöfnum í daglegu lífi. Iðjuþjálfi ráðleggur aðferðir til að takast á við tilfinningaleg áhrif gigtarinnar.

Hvað getur fólk gert?

 • Sett (mossgúmmí) utanum handföng hluta eins og hnífa og eldunaráhöld til að gera grip míkra og breiðara.
 • Forðast að lyfta þungum hlutum nota þess í stað kerrur með hjólum.
 • Nota ýmis hjálpartæki til að koma í veg fyrir óæskilegt álag á liði.
 • Skipta út hringlóttum hurðarhúnum.
 • Auka skipulag. Skipta verkum í daglega lífinu niður í viðráðanlega hluta og taka hlé þegar nauðsynlegt er.
 • Hreyfa sig reglulega.
 • Huga vel að mataræði og svefni
 • Nota slökun markvisst í daglegu lífi.

Svęši

moya - Śtgįfa 1.14 2010 - Stefna ehf